Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að hann hefði ekki sóst eftir embætti forstjóra Landsvirkjunar og sér hefði ekki verið boðið það starf. Fréttir í fjölmiðlum um slíkt væru uppspuni frá rótum.

Árni sagði einnig að spurður, að sér vitanlega hefði ekki verið rætt um að hann hætti sem ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.