Klukkan 13:51 í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að sumarbústaðabyggð við Ofanleiti í Vestmannaeyjum en samkvæmt útkalli var talið að eldur væri í einum af sumarbústöðum sem þar eru. Svo reyndist ekki vera, aðeins rauk úr einum rafmagnskassa sem þar var í nágrenninum og virðist sem vatn hafi komist inn í kassann.