Aðfaranótt síðastliðins fimmtudags brann sex ára gömul Isuzu Trooper jeppabifreið þar sem hún stóð á Grafningsvegi við Hagavík.

Allt brann sem brunnið gat í bifreiðinni og málmurinn einn eftir. Bifreiðin hafði staðið þarna tæpar tvær vikur með sprunginn hjólbarða. Tilkynnt hafði verið um bifreiðina ti lögreglu nokkrum dögum áður en í henni kviknaði.