Ríkistjórnin ákvað í gærmorgun að veita 300 til 400 milljónum árlega á næstu þremur árum til boðaðra byggingaframkvæmda í fangelsismálum.
160 fangar voru í íslenska fangakerfinu í gær. Þar af sátu 143 í fangelsum landsins en rými þar eru alls 137. 127 þeirra voru að afplána óskilorðsbundna refsingu og fimmtán sátu í gæsluvarðhaldi. Öll rými í fangelsum landsins eru því full og tvísett er í átta klefa.