Íslandspóstur ætlar að færa út kvíarnar og hefja sókn á sviði landflutninga.

Tíu ný pósthús verða reist á landsbyggðinni og sex önnur endurbætt til að geta sinnt nýjum verkefnum betur. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir gríðarlegar rekstrarbreytingar hafa orðið hjá fyrirtækinu síðastliðin tíu ár.

Aukin sókn í landflutningum miði að því að búa fyrirtækið undir enn frekari breytingar.