Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir gæti verið á leið til Los Angeles til að leika þar knattspyrnu í nýrri amerískri atvinnudeild á komandi keppnistímabili. Los Angeles fékk í gærkvöld réttinn til að semja við Margréti Láru en þá völdu liðin sjö sem skipa deildina á fyrsta ári fjóra leikmenn hvert úr hópi bestu knattspyrnukvenna heims.