Úgönsku leikmennirnir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba hafa framlengt samninga sína við ÍBV. Báðir leikmennirnir spiluðu stórt hlutverk í frábærum árangir ÍBV í sumar og eru mikilvægir hlekkir í liðinu. Andrew hefur verið hjá ÍBV síðan 2006 og hefur því sitt fjórða tímabil með ÍBV á næsta ári. Augustine Nsumba, eða Gústi kom til félagsins um mitt sumarið 2007 en blómstraði heldur betur með liðinu í sumar og var einn af betri mönnum liðsins. Andrew er nú samningsbundinn ÍBV út 2011 en Augustine út árið 2010.