Miklu minna er nú framleitt af bílnúmeraplötum á Litla Hrauni. Í apríl voru framleiddar um 7000 númeraplötur, en í síðasta mánuði voru þær ríflega 1200.

Guðjón Stefánsson, verkstjóri númeradeildar, segir framleiðsluna svo litla og pantanir svo fáar um þessar mundir, að tími sé kominn til að finna ný verkefni fyrir starfsmenn númeradeildarinnar. Hann segir sáralítið framleitt af númeraplötum fyrir nýskráð ökutæki, helst séu pantaðar plötur í stað þeirra sem hafa týnst eða skemmst.