Á laugardaginn var haldið hið árlega Lundaball bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum. Ballið var haldið í Höllinni og hafa aldrei áður verið jafn margir í borðhaldi og skemmtun eða rúmlega 500 manns. Borðhald gekk hratt og örugglega fyrir sig, maturinn var frábær og skemmtiatriðin voru hver öðru betri. Helliseyingar sáu um ballið í ár og fullyrða að aldrei hafi lundaballið verið betra. Ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og má sjá myndir frá Lundaballinu hér að neðan.