Ekið var á ungan dreng á Selfossi í dag, en viðkomandi sluppu með skrekkinn, að sögn lögreglu, og reyndist stráksi ekki alvarlega slasaður.

Slysið átti sér stað við hringtorg á Eyrarvegi um klukkan 15:30 í dag.

Að sögn lögreglu var ekið á drenginn við gangbraut eftir að ökumaður ók bíl sínum út úr hringtorginu.