Lögreglan hafði mörgum hnöppum að hneppa í vikunni sem leið en meðal þeirra mála sem upp komu eru líkamsárás, húsbrot, hótanir, árásir gagnvart lögreglu, fíkniefnamál ofl. Þá aðstoðaði lögreglan fólk til síns heima eftir skemmtanahald helgarinnar. Þá var nokkuð um stympingar á milli fólks á skemmtunum helgarinnar en engar kærur liggja fyrir.