Sjómenn, fuglaáhugamenn og útgerðarmenn fagna nú í sameiningu þeim niðurstöðum úr rannsóknaleilðangri Hafrannsóknastofnunar, að fjórum sinnum meira hafi mælst af loðnuseiðum í sumar en í fyrra. Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að þetta geti leitt til stækkiandi loðnustofns á komandi árum, ef umhverfisaðstæður verða hagstæðar.