Nú í kvöld var dregið í 32ja liða úrslitum í Eimskipabikarnum í handbolta karla en 31 lið var skráð til keppni. Bikarmeistarar Hauka sitja hjá í fyrstu umferð en karlalið ÍBV fékk heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Fram. Leikirnir fara fram 5. og 6. október.