Hrina innbrota í sumarbústaði hefur gengið yfir að undanförnu í Árnessýslu. Í síðustu viku var tilkynnt um sextán innbrot í sumarbústaði í Árnessýslu. Í tilvikum var einhverju stolið en í sex var einungis farið inn og rótað en engu stolið.

Flest innbrotin áttu sér stað í Grímsnesi og því næst í Bláskógabyggð. Í flestum tilfellum hafa þjófarnir á brott með sér flatskjái, áfengi og annað sem er létt að bera og auðvelt að selja.