Herjólfur er nú í sinni síðustu ferð í bili milli lands og Eyja en siglir inn í Þorlákshöfn um kvöldmatarleytið. Eftir það verður síðan haldið norður til Akureyrar en þar mun farþegaferjan fara í slipp og hefðbundið viðhald. Eistneska ferjan Saint Ola mun leysa Herjólf af hólmi á meðan slipptöku skipsins stendur en St. Ola er Eyjamönnum vel kunnugur enda skipið leyst Herjólf af hólmi undanfarin ár.