Alls höfðu borist 54 umsóknir um starf forstjóra Landsvirkjunar í gær.

Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns eru mjög hæfir umsækjendur meðal þeirra sem hann hefur séð á listanum.

Farið verður yfir umsóknirnar næstu daga og segir Ingimundur að unnið verði hratt og örugglega.