Á morgun, miðvikudag 1. október verður verslunin Eyjabúð 55 ára. Af því tilefni býður verslunin þeim viðskiptavinum sem hafa tök á að þiggja veitingar á milli 10-12 þann dag. Í framhaldi af þessum tímamótum verða tilboð í gangi sem verða auglýst í vikunni.