Hundrað þrítugasta og sjötta löggjafarþing Alþingis verður sett á morgun í skugga hamfara á fjármálamarkaði. Þingsetning hefst með guðsþjónustu klukkan hálftvö á morgun í Dómkirkjunni.
Séra Anna Sigríður Pálsdóttir frá Stokkseyri, dómkirkjuprestur predikar og þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins og forseti Íslands setur þingið.