Í kvöld þriðjudaginn 30. sept. verða tónleikar í Selfosskirkju með verk fyrir trompet og orgel.

Jóhann Stefánsson (trompet), kennari í Tónlistarskóla Árnesinga og Jörg E. Sondermann (orgel), organisti í Selfosskirkju, flytja verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben og fleiri.

Tónleikarnir eru hluti af septembertónleikaröð Selfosskirkju og hefjast kl. 20.30.

Aðgangur er ókeypis og er gestum boðið í kaffi og nammi á eftir.