Aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í ísbíl frá Kjörís þar sem hann stóð á athafnasvæði fyrirtækisins við Austurmörk í Hveragerði. Hurð var skrúfuð af bifreiðinni og einhverju af ís stolið.

Mest tjón varð þó vegna íss sem bráðnaði er hitastigið féll í geymslurýminu. Talið er að tjónið geti numið hátt í 500 þúsund krónur. Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.