Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík.

Um borð voru 30 farþegar og tveir starfsmenn.

Fram kemur í tilkynningu Landsbjargar að annar hjólabátur hafi verið sendur á staðinn og dró hann þann bilaða að ströndu þar sem hægt var að aka honum á land.