Í hádeginu í dag var tilkynnt um val Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara á leikmannahópi íslenska liðsins, sem mætir Hollandi og Makedóníu í undankeppni HM 11. og 15. október. Hermann Hreiðarsson er á sínum stað og mun væntanlega bera fyrirliðabandið eins og í fyrstu tveimur leikjum liðsins í keppninni. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er hins vegar ekki valinn að þessu sinni.