Fyrri umferð Íslandsmótsins í skák fór fram nú um helgina en A-sveit Taflfélags Vestmannaeyja leikur í 2. deild eftir að hafa fallið úr 1. deild síðasta vetur. Eyjamenn leiða 2. deildina þegar þremur umferðum af sjö er lokið en Eyjamenn hafa unnið allar sínar viðureignir, samtals með fjórum og hálfum vinningi gegn hálfum. Í dag lýkur svo fyrri umferðinni.