Svo virðist sem enn sé minkur í Vestmannaeyjum en í vor klófesti Ásmundur Pálsson, meindýraeyðir, einn mink á Básaskersbryggju við skrifstofu hafnarstjóra. Á föstudag varð Ásmundur var við einkennileg spor í snjónum á Kleifarbryggju, þar sem nýja frystigeymsla Vinnslustöðvarinnar er. Líklega voru það spor eftir mink.