Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið m.a. við að aðstoða fólk til síns heima eftir skemmtanahald helgarinnar. Þá komu upp tvö tilvik þar sem ungmenni voru að reyna að komast inn á skemmtistaði bæjarins með skilríkjum annarra, en slíkt er óheimilt. Þá voru nokkur útköll hjá lögreglu vegna ósættis í heimahúsum og eins var eitthvað um stympingar við skemmtistaði bæjarins. Engar kærur liggja hins vegar fyrir.