Farþegaferjan St. Ola siglir aðeins eina ferð í dag en engin ferð var farin í gær. Þá féllu ferðirnar niður vegna veðurs en því er ekki fyrir að fara í dag enda gott veður eins og er. Vélarbilun í skipinu gerir það hins vegar að verkum að skipið fer aðeins eina ferð. St. Ola fór frá Eyjum klukkan 8:15 í morgun en fer frá Þorlákshöfn kl. 19.30 í kvöld.