Samband íslenskra sveitarfélaga vill fá það skjalfest sem kom fram við umræður á Alþingi í gær, að innstæður sveitarfélaga væru tryggðar eins og innstæður einstaklinga og fyrirtækja. Guðjón Bragason, lögfræðingur sambandsins, bendir á að sveitarfélög falli ekki ótvírætt undir það að vera fyrirtæki.