1. deildarlið ÍBV veitti úrvalsdeildarliði Fram verðuga keppni í 32ja liða úrslitum Eimskipsbikarkeppninnar þegar liðin mættust í Eyjum í kvöld. Liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar en í stöðunni 7:7 hrökk allt í baklás hjá ÍBV og gestirnir gengu á lagið. Staðan í hálfleik var svo 13:19 en lokatölur urðu 27:37. Leikurinn var hins vegar mun jafnari en hálfleiks- og lokatölur gefa til kynna.