Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu stendur fyrir Degi sauðkindarinnar í Rangárþingi laugardaginn 18. október í Skeiðvangi, reiðhöllinni á Hvolsvelli. Fjáreigendum á milli Markarfljóts og Ytri Rangár er boðið að koma með allt að 15 fjár á sýninguna.Fjölbreytni á litum og önnur sérkenni eru æskileg.

Á dagskránni verður m.a. opinn markaður á lambhrútum og gimbrum, dómar og röðun á veturgömlum hrútum og uppboð á hrútum.