Vegna þess árferðis sem nú ríkir á Íslandi hafa mörg sveitarfélög hætt við framkvæmdir sem fyrirhugað var að fara í. Þannig hætti Akureyrarbær t.d. við uppbyggingu á knattspyrnusvæðis KA en jarðvinna hófst tveimur dögum áður en ákvörðunin var tekin. Í Vestmannaeyjabæ hefur verið tekin ákvörðun um nokkrar framkvæmdir, m.a. nýtt knattspyrnuhús, uppbygging útisvæðis við sundlaugina og viðbygging við safnahús. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að fresta þessum framkvæmdum.