Karlalið ÍBV í körfubolta byrjar tímabilið vel í A-riðli 2. deildar en í dag tóku Eyjamenn á móti HK. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en leikmönnum ÍBV gekk illa að hrista hina leikreyndu leikmenn HK af sér. Staðan í hálfleik var 43:33 en fyrir síðasta leikhluta var staðan jöfn 60:60. Að lokum höfðu Eyjamenn sigur, 80:78 en úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins.