Síðastliðin fimmtudag landaði Guðmundur VE á Sortlandi í Noregi um 750 tonnum af frystum síldarafurðum. Áætluð aflaverðmæti veiðiferðarinnar eru um 100 milljónir, en erfitt er að segja með vissu hvert verðmætið er í íslenskum krónum við núverandi aðstæður á fjármálamörkuðum.