Ásgeir Sigurvinsson er besti knattspyrnumaður Íslands. Þetta var tilkynnt í veislu sem stendur yfir á Laugardalsvelli í kjölfar þáttaraðarinnar 10 bestu sem sýnd var á Stöð 2 Sport í sumar. Það var sjö manna dómnefnd sem fékk 70% vægi í kosningunni en opin atkvæðagreiðsla sem fram fór hér á Vísi fékk 30%. Fyrst í kvöld voru kynntir þeir tíu leikmenn sem valdir voru bestir og svo fór fram kosning um þann besta.