Á föstudag varð vinnuslys í verksmiðju Förgunar í Flóahreppi, áður kjötmjölsverksmiðjan.

Starfsmaður slasaðist á hendi þegar hleri féll á hann þegar hann var að losa um stíflu í snigli.

Maðurinn mun ekki hafa slasast alvarlega en gert var að sárum hans á heilsugæslustöðinni á Selfossi