Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hefur engum starfsmanni í útibúi Nýja Glitnis í Vestmannaeyjum verið sagt upp en bankinn tók til starfa undir nýju nafni í morgun. Í kjölfarið tilkynntu nýir stjórnendur bankans að fyrirhugað væri að um 100 starfsmönnum yrði sagt upp. Már Másson, upplýsingastjóri Glitnis staðfesti þetta í netpósti til blaðamanns vefsins nú síðdegis.