Sunnudaginn 19. október kl. 15:00 – 16:00 verður áhugaverður fróðleikur um mannlíf og sagnir í Selvogi í boði Biskupsstofu. Umsjónaraðili: sjf menningarmiðlun.

Sögustund verður í Veitingahúsinu T-bæ í Selvogi þar sem gestum gefst kostur á að kaupa kaffi og meðlæti auk þess að hlusta á fróðleik þeirra Jóhanns Davíðssonar, lögreglumanns og Þórarins Snorrasonar, bónda á Vogsósum. Þeir þekkja báðir vel til í Selvogi og eru miklir áhugamenn um sagnir á þessum kyngimagnaða stað.