Nú eru tveir vinir mínir og nokkrir kallar í sjónvarpinu búnir að segja mér grafalvarlegir að Íslendingar séu farnir á hausinn og muni hverfa 30 til 40 ár aftur í tímann. Þeir eru á svipinn eins og skólastjórinn þegar ég pissaði í nestisbrúsana hjá stelpunum. Það er því mjög líklegt að málið sé slæmt. Þegar ég fór að hugsa um þetta þá mundi ég eftir bíómynd sem fjallaði um menn sem ferðuðust aftur í tímann. Þeir lentu í algjöru veseni.