Vegna frétta síðustu daga af mistökum vegna hjartaþræðingar Elliða Vignissonar, í sjónvarpi og prent- og netmiðlum vill Heil­brigðisstofnunin Vestmannaeyjum koma eftirfarandi á framfæri:
Mistökin með merkingu sýna voru gerð á Rannsóknastofu Landspít­alans, sem ollu því að rangar upplýsingar bárust læknum hér við stofnunina. Allur fram­gangur starfsfólks við HSV var í sam­ræmi við þær upplýsingar sem það hafði undir höndum.