Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. nóvember um 10,39%.

Má gera ráð fyrir því að einn lítri af nýmjólk hækki um 10 krónur vegna þessara breytinga, sem sagðar eru vera vegna hækkana á aðföngum í mjólkuriðnaði og búvöruframleiðslu.