Bakkabróðirinn Ágúst Guðmundsson fer nýjar leiðir við byggingu 250 milljóna króna sumarhúss við Þingvallavatn. Sumarhúsið er á besta stað inni í sjálfum þjóðgarðinum en Ágúst hefur meðal annars notað þyrlu til að flytja steypu að grunni hússins. Undanfarið hefur Ágúst þó látið bera minna á framkvæmdum og í stað þyrlunnar eru komnir verkamenn á sérstökum steypufjórhjólum.
Fleiri auðmenn byggja á Þingvöllum en lóðirnar í þjóðgarðinum eru með dýrustu sumarhúsalóðum á Íslandi.