Á annað hundrað manns sótti fyrsta haustfund Landssambands kúabænda sem haldinn var í Þingborg í Flóa sl. mánudagskvöld. Þórólfur Sveinsson formaður LK flutti framsögu þar sem ítarlega var fjallað um verðlags- og kjaramál sem og sölumál og framtíðarhorfur. Einar K. Guðfinnsson ávarpaði fundinn, fór yfir stöðu mála og svaraði fyrirspurnum.