Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 9. október s.l. Bæjarstjóri kynnti áætlunina og í máli hennar kom fram að rekstur bæjarins er í góðu jafnvægi en aukin verðbólga gerir aftur á móti að verkum að væntingar um jákvæða niðurstöðu í lok árs munu ekki nást.

Gert er ráð fyrir aukningu í tekjum um 51 milljón króna og munar þar mestu um auknar skatttekjur sem væntanlega munu nema um 40 milljónum króna. Í máli bæjarstjóra kom eftirfarandi fram: