Á þriðjudag fór Elísabet Harðardóttir myndlistarkennari með nemendur í myndlist 103 og nemendur í leiráföngum í menningarferð á Listasafn Árnesinga í Hveragerði.

Sýningin sem þau sáu heitir Picasso á Íslandi” og sýnir áhrif Picassos á íslenska listamenn á síðustu öld og fram til dagsins í dag.

Þetta er önnur heimsókn FSu á safnið þessa önnina.