Á morgun þriðjudaginn 21. október nk. er 100 ár verða frá fæðingu Sigurjóns Ólafssonar munu kennarar og nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri heiðra minningu listamannsins með 100 kyndla blysför frá Eyrabakkaskóla að listaverkinu Kríunni eftir Sigurjón í Hraunprýði austan við Litla-Hraun.

Krían var vígð á þessum stað í ársbyrjun 1981.