Tvö umferðaróhöpp voru bókuð hjá lögreglunni á Hvolsvelli í síðustu viku.

Fyrra var um útafakstur að ræða vegna ísingar á vegi, ekki varð tjón á bifreiðinni í því tjóni, né hlutust af því slys.

Í seinna tilvikinu var ekið á 300 – 400 kg stein sem fallið hafði úr Reynisfjalli og niður á Suðurlandsveg. Bifreiðin skemmdist töluvert, en engin slys urðu heldur í þetta sinn.