Í gær varð veruleg hækkun á fiskverði á fiskmörkuðunum.

Selt var 51 tonn af óslægðum þorski og var meðalverð 317 kr/kg. Þá voru boðin upp 6,7 tonn af slægðum þorski og þar var meðalverðið 348. Ýsan var einnig á góðu flugi. Meðalverð á 84,7 tonnum var 240 kr.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda og því bætt við að þetta séu afar góðar fréttir þar sem menn hafi verið farnir að sjá þorskverðið í sömu tölu og það var fyrir ári.