Landsvirkjun hefur ákveðið að framlengja ráðningarsamning við Friðrik Sófusson, forstjóra fyrirtækisins, til allt að tveggja ára.

Stjórn Landsvirkjunar fór þess á leit við Friðrik að hann héldi áfram störfum og hefur hann fallist á það.

Til stóð að Friðrik léti af störfum að eigin ósk í lok ársins. 55 höfðu sótt um forstjórastöðuna og höfðu nokkrir verið kallaðir í viðtal.