Hekla getur gosið hvenær sem er, enda er þrýstingur undir eldfjallinu orðinn meiri en fyrir síðasta eldgos árið 2000, samkvæmt upplýsingum Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.

Fyrirvari gosa í Heklu er skammur og því hafa yfirvöld áhyggjur af ferðamönnum á Heklu. Ferðamönnum þar hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og skipta þeir hundruðum, sem ganga á fjallið á fögum sumardegi.