Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem hún harmar þann drátt sem þegar hefur oðið á endanlegum frágangi við samninga um nýsmíði á Vestmannaeyjaferju. Bæjarstjórn skorar á Kristján Möller, samgönguráðherra að sjá til þess að staðið verði við ítrekuð loforð um að ný ferja hefji siglingar milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru eigi síðar en 1. júlíu 2010. Ályktunina má lesa hér að neðan.