Á vef mbl.is er grein þar sem farið er yfir framkvæmdir sveitarfélaga, eða öllu heldur frestanir á þeim í því árferði sem nú er. Meðal annars er haft eftir Ólafi Þór Snorrasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs í Vestmannaeyjum að ákveðið hefði verið að bíða með útboð vegna fjölnota íþróttahúss. Ólafur sagði í samtali við Eyjafréttir að ekki hefði verið haft rétt eftir sér, ekki er búið að fresta útboðinu.